Uppskriftir

Vatnsmelónusalat með fetaosti

Forréttir

Innihald

 • Fersk vatnsmelóna
 • Fetaostur
 • Handfylli af myntu
 • 1 msk. hunang
 • 2 msk. ólífuolía
 • Safi úr 1/2 límónu
 • Rauðlaukur
 • Salt og pipar

Aðferð

 • 1.

  Skerið börkinn af melónunni og frœhreinsið hana. Skerið í bita og setjið í salatskál.

 • 2.

  Hellið olíunni af fetaostinum og dreifið honum yfir melónuna.

 • 3.

  Saxið myntu og stráið yfir salatið.

 • 4.

  Fínsaxið rauðlauk og blandið saman við.

 • 5.

  Blandið hunangi, olíu, límónusafa, salti og pipar vel saman í skál.

 • 6.

  Hellið yfir salatið.

Aðrar uppskriftir