Myljið Tuc kex og bætið varlega saman við eggjahvíturnar með sleif ásamt lyftidufti og söxuðum möndlum ef þið notið þær.
Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við smátt og smátt. Hrærið þar til marengsinn er orðinn stífur og lekur ekki.
Skiptið marengsinum niður í 4-5 kökur á ofnplötu með smjörpappír. Setjið í 175°C heitan ofn í 20-25 mínútur.
Skyrkrem: Þeytið rjómann og bætið varlega saman við skyrið með sleif.
Hindberjasósa: Setjið hindber og sykur í pott og sjóðið þar til hindberin eru maukuð og sósan hefur þykknað. Kælið lítillega.
Setjið kremið á kökuna og þá hindberjasósu og berið fram.
fyrir ca. 4
1 l appelsúnusafi
Handfylli af klaka
½ box jarðaber
2 msk flórsykur
½ lítri sódavatn með sítrónu
Allt sett í blandara og hellt í glös.