Uppskriftir

Tuc Marengs & Strawberry daiquiri

Eftirréttur

Innihald

 • Hráefni
 • 2 eggjahvítur
 • 2 dl sykur
 • 70 g Tuc kex
 • 50 g möndlur (má sleppa)
 • Vanilluskyrkrem
 • 250 g vanilluskyr
 • 1 dl rjómi
 • Hindberjasósa
 • 200 g frosin hindber
 • 120 g sykur

Aðferð

 • 1.

  Myljið Tuc kex og bætið varlega saman við eggjahvíturnar með sleif ásamt lyftidufti og söxuðum möndlum ef þið notið þær.

 • 2.

  Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við smátt og smátt. Hrærið þar til marengsinn er orðinn stífur og lekur ekki.

 • 3.

  Skiptið marengsinum niður í 4-5 kökur á ofnplötu með smjörpappír. Setjið í 175°C heitan ofn í 20-25 mínútur.

 • 4.

  Skyrkrem: Þeytið rjómann og bætið varlega saman við skyrið með sleif.

 • 5.

  Hindberjasósa: Setjið hindber og sykur í pott og sjóðið þar til hindberin eru maukuð og sósan hefur þykknað. Kælið lítillega.

 • 6.

  Setjið kremið á kökuna og þá hindberjasósu og berið fram.

 • 7.

  Strawberry Daiquiri

  fyrir ca. 4

  1 l appelsúnusafi

  Handfylli af klaka

  ½ box jarðaber

  2 msk flórsykur

  ½ lítri sódavatn með sítrónu

  Allt sett í blandara og hellt í glös.

Aðrar uppskriftir