Búið til hvítlauksolíu með því að hræra pressuð hvítlauksrif saman við olíu. Saxið steinselju og bætið út í ásamt salti. Setjið til hliðar.
Bræðið smjör á pönnu, steikið sveppina og saltið létt. Þegar sveppirnir eru orðnir dökkir, setjið beikonbita út á pönnuna. Þegar þeir eru fullsteiktir, setjið sveppi og beikon á disk og geymið.
Setjið hvítlauksolíuna á pönnu á vægum hita. Setjið hreinsaða humarhala út á stráið chili-flögum yfir og steikið í skamma stund þar til halarnir hvítna og án þess að hvítlaukurinn brúnist eða brenni. Setjið rifinn parmesan út á ásamt hvítvínsediki og rjóma. Saltið létt og piprið.
Setjið beikon og sveppi út í og leyfið þessu að malla í u.þ.b. 5 mínútur.
Sjóðið pastað í potti á meðan. Saltið vatnið mjög vel. Sigtið vatnið frá og hellið humrinum ásamt sósunni yfir pastað. Stráið ferskri steinselju og ristuðum furuhnetum yfir.
Berið fram með fersku salati, góðu snittubrauði og parmesan til að rífa yfir.