Uppskriftir

Til sjávar og sveita humarpasta með beikoni

Aðalréttur

Innihald

 • 500 g tagliatelle
 • 200 g humarhalar
 • 50 g beikon
 • 40 g sveppir
 • 20 g parmesan-ostur
 • 25 g smjör
 • ½ dl matreiðslurjómi
 • 1-2 búnt steinselja
 • 2 hvítlauksrif
 • 1 tsk. furuhnetur
 • ½ tsk. hvítvínsedik
 • 40 ml ólífuolía
 • Chili-flögur
 • Salt

Aðferð

 • 1.

  Búið til hvítlauksolíu með því að hræra pressuð hvítlauksrif saman við olíu. Saxið steinselju og bætið út í ásamt salti. Setjið til hliðar.

 • 2.

  Bræðið smjör á pönnu, steikið sveppina og saltið létt. Þegar sveppirnir eru orðnir dökkir, setjið beikonbita út á pönnuna. Þegar þeir eru fullsteiktir, setjið sveppi og beikon á disk og geymið.

 • 3.

  Setjið hvítlauksolíuna á pönnu á vægum hita. Setjið hreinsaða humarhala út á stráið chili-flögum yfir og steikið í skamma stund þar til halarnir hvítna og án þess að hvítlaukurinn brúnist eða brenni. Setjið rifinn parmesan út á ásamt hvítvínsediki og rjóma. Saltið létt og piprið.

 • 4.

  Setjið beikon og sveppi út í og leyfið þessu að malla í u.þ.b. 5 mínútur.

 • 5.

  Sjóðið pastað í potti á meðan. Saltið vatnið mjög vel. Sigtið vatnið frá og hellið humrinum ásamt sósunni yfir pastað. Stráið ferskri steinselju og ristuðum furuhnetum yfir.

 • 6.

  Berið fram með fersku salati, góðu snittubrauði og parmesan til að rífa yfir.

Aðrar uppskriftir