Uppskriftir

Tikka Masala kjúklingur með jógúrtsósu og kókossalati

Aðalréttur

Innihald

 • Hræfni
 • 1 pk. Kjúklingapottréttur í tikka masala frá Nettó
 • 2 1/2-3 dl hrísgrjón
  Jógúrtsósa
 • 2 dl hrein jógúrt eða AB mjólk
 • 1/2 agúrka
 • 1 tsk. gult sinnep
 • 1-2 tsk. karríduft
  Kókossalat
 • 1 dl kókosmjöl
 • 1 banani
 • 1 rautt chili
 • 1 búnt ferskur kóríander (má sleppa)

Aðferð

 • 1.

  Eldið kjúklingapottrétt og sjóðið hrísgrjón samkvæmt leiðbeiningum.

 • 2.

  Hellið jógúrt (eða AB mjólk) í skál. Saxið gúrku smátt og bætið út í ásamt sinnepi. Kryddið með karrídufti og hrærið vel saman.

 • 3.

  Skerið banana í sneiðar, setjið í skál og blandið saman við kókosmjöl. Skerið chili smátt niður (fræhreinsið ef vill, því fleiri fræ, því sterkara bragð). Hrærið saman við banana og kókos. Saxið kóríander og stráið yfir.

 • 4.

  Berið pottréttinn fram með hrísgrjónum, jógúrtsósu, kókossalati og naan-brauði.

Aðrar uppskriftir