Eldið kjúklingapottrétt og sjóðið hrísgrjón samkvæmt leiðbeiningum.
Hellið jógúrt (eða AB mjólk) í skál. Saxið gúrku smátt og bætið út í ásamt sinnepi. Kryddið með karrídufti og hrærið vel saman.
Skerið banana í sneiðar, setjið í skál og blandið saman við kókosmjöl. Skerið chili smátt niður (fræhreinsið ef vill, því fleiri fræ, því sterkara bragð). Hrærið saman við banana og kókos. Saxið kóríander og stráið yfir.
Berið pottréttinn fram með hrísgrjónum, jógúrtsósu, kókossalati og naan-brauði.