Uppskriftir

Sumarsalat með confit andalærum

Fyrir 4

Aðalréttur

Innihald

 • 4 leggir
 • 2 laukar
 • Ferskt salat
 • Tómatar
 • Valhnetur
 • Vinaigrette salatsósa
 • Gróft brauð/baquette

Aðferð

 • 1.

  Eldið leggina í ofni í 15 mín. á 180°C.

 • 2.

  Hreinsið kjötið af beinunum.

 • 3.

  Ristið valhnetur á heitri pönnu (passa að brenna ekki). Hitið aðeins af andafitunni á pönnu og steikið kjötið ásamt 2 söxuðum laukum.

 • 4.

  Piprið vel.

 • 5.

  Búið til salat með stökku salati, tómötum, ristuðum valhnetum, söxuðum lauk og vinaigrettesalatsósu.

 • 6.

  Blandið kjötinu og salati saman og berið fram með grófu brauði og ferskum drykk.

Aðrar uppskriftir