Eldið leggina í ofni í 15 mín. á 180°C.
Hreinsið kjötið af beinunum.
Ristið valhnetur á heitri pönnu (passa að brenna ekki). Hitið aðeins af andafitunni á pönnu og steikið kjötið ásamt 2 söxuðum laukum.
Piprið vel.
Búið til salat með stökku salati, tómötum, ristuðum valhnetum, söxuðum lauk og vinaigrettesalatsósu.
Blandið kjötinu og salati saman og berið fram með grófu brauði og ferskum drykk.