Uppskriftir
Sumarsalat

Sumarsalat með appelsínum og geitaosti

Aðalréttur

Innihald

 • 1 poki garðsalat
 • 1 poki klettasalat
 • 3 appelsínur
 • 1 rauðlaukur í sneiðum
 • 150 g ólífur
 • 1⁄2 dl jómfrúarolía
 • 2 msk. balsamikedik
 • Sjávarsalt
 • Nýmalaður pipar
 • 100 g geitaostur

Aðferð

 • 1.

  Setjið salatið í skál.

 • 2.

  Bætið heilum ólífum, rauðlauk í sneiðum og appelsínum í bitum saman við.

 • 3.

  Hrærið saman olíu og ediki, kryddið með salti og pipar, hellið yfir salatið og blandið vel saman.

 • 4.

  Myljið ostinn yfir og berið fram.

Aðrar uppskriftir