Uppskriftir
Sumarlegur eftirréttur

Sumarlegur eftirréttur með skyri og bláberjum

Eftirréttur

Innihald

 • 20 makkarónukökur
 • 100 g smjör
 • 250 ml rjómi
 • 2 dósir skyr með bláberja- eða vanillubragði
 • Bláber
 • Súkkulaðispænir

Aðferð

 • 1.

  Takið fram 4 skálar og myljið 5 makkarónukökur í botninn á hverri skál.

 • 2.

  Bræðið smjör og hellið yfir makkarónukökurnar.

 • 3.

  Þeytið rjóma og blandið tveimur dósum af skyri varlega saman við með sleif.

 • 4.

  Hellið skyr- og rjómablöndunni yfir makkarónukökurnar.

 • 5.

  Skreytið með bláberjum og súkkulaðispæni.

Aðrar uppskriftir