Uppskriftir

Stökkt Nautakjöt í Satay sósu

fyrir 4 manns

Aðalréttur

Innihald

 • 1 kg nautakjöt
 • 8 hvítlauksrif, afhýdd og pressuð
 • 1-2 jalapeño
 • 5 cm ferskt engifer, afhýtt og fínrifið
 • 1 búnt vorlaukur, saxaður
 • 4 msk hveiti
 • 2 msk steikingarolía
 • Sósan:
 • 240 ml sojasósa
 • 200 gr púðursykur
 • 4 msk hveiti

Aðferð

 • 1.

  Blandið sósu-hráefnum saman í potti. Hitið að suðu. Lækkið hitann og hrærið reglulega.

 • 2.

  Hitið olíu á pönnu og steikið jalapeño og engifer í fáeinar mínútur eða þar til engiferið er orðið gyllt.

 • 3.

  Bætið þá hvítlauk og síðan kjöti saman við. Steikið í 1-2 mínútur, hrærið reglulega.

 • 4.

  Hellið sósunni yfir kjötið og látið malla í 2-3 mínútur. Takið af pönnunni og bætið vorlauk saman við.

Aðrar uppskriftir