Uppskriftir

Stökkir sætkartöfluklattar með fetaostarjómasósu

fyrir 4-6 manns

Meðlæti

Innihald

 • 2 sætar kartöflur
 • 4 egg
 • 1 msk hveiti (má nota t.d. spelt eða hveitiklíð)
 • Salt og pipar
 • Ólífuolía til steikingar
 • Fetaostarjómasósa:
 • 1 dl rjómaostur
 • 1 dl 18% sýrður rjómi
 • 100 gr fetaostur í kryddolíu
 • Ólífuolía
 • Salt og pipar

Aðferð

 • 1.

  Skrælið kartöflurnar og rífið gróflega með rifjárni. Blandið eggjum og hveiti saman við og blandið vel saman. Kryddið með salti og pipar. Mótið í klatta.

 • 2.

  Setjið 2-3 msk af olíu á pönnu og hitið vel. Steikið klattana við meðalhita (ef það er of mikill hiti geta þær auðveldlega brunnið að utan en verið hráar að innan).

 • 3.

  Gerið fetaostasósuna með því að láta rjómaost, sýrðan rjóma og fetaost í matvinnsluvél eða blandara og blanda vel saman.

 • 4.

  Hellið rjómaostasósunni út á pönnunna ásamt valhnetunum og látið malla í um 5 mínútur

 • 5.

  Berið fram með salati eða sem meðlæti með góðum kjötrétti.

Aðrar uppskriftir