Uppskriftir

Sticky Korean kjúklingavefja

ca 4 fullorðna

Aðalréttur

með Liba brauði.

Innihald

 • Stökkur kjúklingur:
 • 3-4 kjúklingabringur (500-700 gr)
 • 1 dl teryaki sósa
 • 50g sesam fræ
 • 1 msk Rifinn engifer
 • 1 msk china five spice (eða blanda saman kanil, svörtum pipar og neguldufti)
 • 50ml olía
 • Korean Sticky bbq:
 • 1,5 msk sriracha sósa
 • ½ bolli balsamic edik
 • ½ bolli soya sósa japönsk eða slow salt kínversk
 • 2 msk hunang, þykkt
 • 2 msk púðursykur
 • 5 hvítlauksrif, maukuð eða rifinn með rifjárni
 • 1 msk ferskt engifer, rifið með rifjárni
 • 3 msk sesamfræ, ristuð á pönnu

Aðferð

 • 1.

  Aðferð kjúklingur:

  Öllu blandað saman, kjúklingurinn settur í marineringuna og hafður í 1 klst.
  Kjúklingurinn er grillaður þar til 70°c kjarnhita er náð, gott að láta kjúklinginn standa í amk 10 mín
  áður en hann er skorin í strimla

 • 2.

  Aðferð Sticky bbq:

  Öllu blandað saman í pott, soðið saman og niður í síróp. Sesamfræ sett út í í lokin. Smá hluti af
  sósunni er tekinn og penslaður yfir kjúklingabringurnar þegar búið er að grilla þær.

 • 3.

  Liba brauð er Penslað með hvítlauksolíu – Grillað örstutt. Þar næst er sett á vefjuna ,Paprika, Spínat , smávegis Chiliolía hellt yfir, Sýrður rjómi með graslauk. Japan mayones /chilli majones, Kjúklingur, Bbq sticky sósa. Rúllað upp í vefju og skorið til helminga. Gaman að bera fram í grillbréfi sem fæst í Nettó.

Aðrar uppskriftir