Hitið ofninn í 180 gráður. Leggið álpappír eða bökunarpappír á ofnplötu. Raðið hvítlauknum á ofnplötuna og bakið í um 25 mínútur. Takið úr ofninum og kælið. Kreistið hvítlaukinn úr hýðinu ofan í skál. Maukið vel með gaffli.
Á meðan hvítlaukurinn er í ofninum eru kartöflurnar settar í pott með vatni og salti. Sjóðið kartöflurnar í um 30 mínútur eða þar til þær eru orðnar mjúkar í gegn.
Á meðan kartöflurnar sjóða er sýrðum rjóma, rjóma, smjöri og hvítlauk hent á pönnu og það hitað á vægum hita.
Kartöflurnar eru afhýddar og stappaðar saman. Blandið rjómablöndunni saman við kartöflumúsina í áföngum. Kryddið með salti og pipar.
Skerið agúrkuna í tvennt, hreinsið fræin innan úr henni og rífið hana síðan niður á grófustu hlið rifjárnsins. Blandið saman við grísku jógúrtina, ásamt hvítlauk, engifer og ólífuolíu. Saltið, piprið og kælið í ísskáp áður en sósan er borin fram.
Steikið laxabitana upp úr ólífuolíu og smjöri á meðalháum hita eða þar til laxinn er orðinn gullinbrúnn. Kreistið þá sítrónuna yfir laxinn og steikið áfram í 4-6 mínútur (fer eftir þykkt bitanna).