Uppskriftir

Spínat berjasalat með chia hindberjadressingu

fyrir 4 manns

Aðalréttur

Innihald

 • 1 poki lífrænt spínat
 • 250 gr jarðaber, skorin í sneiðar
 • 200 gr bláber
 • 1 krukka hreinn fetaostur
 • 1-2 eldaðar kalkúnabringur, skornar í litla bita
 • 200 gr pekanhnetur, ristaðar
 • Chia hinberjadressing:
 • 120 ml hvítvínsedik
 • 60 ml ólífuolía
 • 40 gr fersk eða frosin hindber
 • 2 msk hunang
 • 1 msk chia fræ

Aðferð

 • 1.

  Setjið spínatið í skál.

 • 2.

  Raðið bláberjum, jarðaberjum, fetaosti, kjúklingi og pekanhnetum yfir spínatið.

 • 3.

  Gerið dressinguna með því að setja allt nema chia fræ í blandara og blandið vel saman. Smakkið hana til og bætið við hunangi ef hún er of súr. Setjið chia fræin saman við og blandið saman við með skeið.

 • 4.

  Hellið smá af dressingunni saman við salatið og blandið öllu vel saman. Berið fram og bætið við aukadressingu eftir þörfum og smekk hvers og eins.

Aðrar uppskriftir