Uppskriftir

Smjörsteiktur Humar

fyrir 4

Aðalréttur

Innihald

 • 1 kg humar í skel
 • 2 hvítlauksrif
 • 1 msk ólífuolía
 • Salt og pipar
 • 1 tsk sítrónupipar
 • 100 g smjör
 • Handfylli fersk steinselja
 • 1 sítróna + fleiri sem meðlæti

Aðferð

 • 1.

  Hreinsi humarinn með því að klippa hann í tvennt, takið görnina úr og skolið vel undir köldu vatni.

 • 2.

  Þerrið humarinn vel áður en þið steikið hann.

 • 3.

  Hitið ólífuolíu og 1 matskeið af smjöri á pönnu, saxið niður 2 hvítlauksrif og steikið örstutt.

 • 4.

  Bætið humrinum út á pönnuna og kryddið til með salti, pipar og sítrónupipar.

 • 5.

  Saxið niður ferska steinselju og sáldrið yfir ásamt því að kreista safann úr hálfri sítrónu yfir.

 • 6.

  Bætið restinni af smjörinu út á pönnuna og blandið öllu vel saman, það tekur mjög stutta stund að elda humarinn eða um fimm mínútur.

 • 7.

  Berið humarinn strax fram á pönnunni með góðu brauði og sítrónubátum.

Aðrar uppskriftir