Þerrið humarinn vel áður en þið steikið hann.
Hitið ólífuolíu og helminginn af smjörinu á pönnu.
Saxið hvítlauksrif og steikið örstutt. Bætið humrinum út á pönnuna og kryddið með salti, pipar og sítrónupipar.
Saxið ferska steinselju og sáldrið yfir. Kreistið safann úr hálfri sítrónu yfir réttinn.
Bætið afganginum af smjörinu út á pönnuna og blandið öllu vel saman. Humarinn er tilbúinn eftir skamma stund eða þegar hann er farinn að hvítna.
Berið humarinn strax fram á pönnunni með góðu brauði og sítrónubátum. Stráið meiri steinselju yfir eftir smekk.