Uppskriftir
Smjörsteikt langa

Smjörsteikt langa með sveppum og rjómasósu

Aðalréttur

Innihald

 • 800 g langa
 • 2 dl heilhveiti
 • 1 askja sveppir
 • 3–4 msk. smjör
 • 1–2 dl rjómi
 • 200 g rjómaostur
 • 1 msk. hunang
 • 1 tsk. Dijon sinnep
 • Salt
 • Pipar
 • 150 g spínat
 • 60 g vínber, skorin í tvennt
 • 20 litlar, soðnar kartöflur

Aðferð

 • 1.

  Smjörsteikið sveppina og setjið til hliðar.

 • 2.

  Veltið fiskinum upp úr heilhveiti (bætið karrí eða chili-pipar út í til að fá meira bragð) og smjörsteikið á pönnu við nokkuð háan hita, 2 mín. á hvorri hlið þar til fiskurinn fer að gyllast.

 • 3.

  Lækkið hitann, setjið rjóma og rjómaost út í og látið malla þar til úr verður sósa.

 • 4.

  Bætið hunangi, sinnepi og sveppum saman við.

 • 5.

  Setjið lokið á og látið malla við vægan hita í u.þ.b. 10 mín.

 • 6.

  Smakkið til með salti og pipar.

 • 7.

  Sjóðið kartöflurnar og bætið þeim í heilu lagi út á pönnuna.

 • 8.

  Setjið spínat og vínber ofan á og berið fram í pönnunni.

Aðrar uppskriftir