Uppskriftir

Skyrdrykkur með epli og kanil

Drykkir

Innihald

 • 1 lítil dolla skyr, hreint
 • 1 Pink Lady epli
 • 1 1/2 dl. eplasafi
 • 1/4 tsk. kanill
 • 6-8 ísmolar

Aðferð

 • 1.

  Flysjið og kjarnhreinsið eplið og skerið í litla bita.

 • 2.

  Setjið öll hráefnin í blandara.

 • 3.

  Blandið vel saman þar til drykkurinn verður hæfilega þykkur og laus við kekki.

 • 4.

  Berið fram í háu glasi.

Aðrar uppskriftir