Sítrónubörkur rifinn og ásamt salti stráð yfir bleikjuna og hún geymd þannig í 30 mín.
Svo skolað af.
Með því verður fiskurinn betri & safinn helst betur í honum.
Svo er hann bakaður við 180°C í ca 5 mín.
LAUKSMJÖR
Skalotlaukur saxaður og látinn krauma í potti með smjöri & kapers.
Gott er að setja örlítið vatn áður en smjöri er bætt við, þá verður það þykkt og gott.
KARTÖFLUSTAPPA
Kartöflur eru soðnar í vatni og stappaðar með rjóma & smjöri.
Kryddið með sjávarsalti og pipar.