Setjið kjötið í pott með 2,5 l af vatni og sjóðið við vægan hita í 60-75 mín.
Hitið olíu í öðrum potti og kraumið beikon og lauk í 2 mín.
Bœtið baunum og 0,5 l af vatni í pottinn með beikoni og lauk og sjóðið við vægan hita í 30 mín. Hrærið reglulega í pottinum.
Bætið kjötbitum í súpupottinn og sjóðið í 30 mín. í viðbót.
Þegar kjötið er orðið meyrt og baunirnar mjúkar er súpan maukuð með töfrasprota eða í matvinnsluvél.
Sumir vilja hafa súpuna örlítið grófa en þá er hún pískuð duglega með píski. Smakkið til með pipar.
Berið súpuna fram með kjötinu ásamt soðnum kartöflum, rófum og gulrótum.