Uppskriftir
Safaríkar ofnbakaðar kjúklingaringur

Safaríkar ofnbakaðar kjúklingabringur

Aðalréttur

Innihald

 • 4 kjúklingabringur
 • 1 tsk. paprikukrydd
 • 1 tsk. óreganó, timían eða annað krydd að þínu vali
 • 1⁄4 tsk. hvítlauksduft
 • 1⁄2 tsk. salt
 • 1⁄2 tsk. pipar
 • 1 1⁄2 msk. púðursykur
 • 2 msk. ólífuolía

Aðferð

 • 1.

  Stillið ofninn á 210 gráður.

 • 2.

  Berjið kjúklingabringurnar létt með kjöthamri til að mýkja þær.

 • 3.

  Blandið kryddunum og púðursykrinum saman í skál.

 • 4.

  Leggið bökunarpappír á ofnplötu og raðið kjúklingabringunum á plötuna.

 • 5.

  Penslið eða nuddið olíunni á kjúklinginn og kryddið hann. Snúið bringunum við og gerið það sama við hina hliðina.

 • 6.

  Eldið kjúklinginn í 18 mínútur eða þar til hann verður gylltur (kjarnhitinn á að vera 75°C).

 • 7.

  Púðursykurinn gerir kjúklinginn gylltan og aðeins karamellukenndan.

 • 8.

  Berið fram með ykkar uppáhaldsmeðlæti.

Aðrar uppskriftir