Uppskriftir

Sælkeraýsa með eplum og gulrótum

fyrir ca 4

Aðalréttur

Innihald

 • 100 gr rjómaostur
 • 800 gr Skinney Ýsubitar
 • 1 dl Rjómi
 • 1 stk Epli
 • 4 stk Gulrætur
 • 1 stk Laukur
 • 1 stk Paprika
 • 1 tsk Karríduft
 • 1 tsk Salt
 • 1 tsk SEASON ALL
 • 0.5 tsk Sítrónupipar

Aðferð

 • 1.

  Skerið laukinn í sneiðar, paprikuna í strimla og eplin og gulræturnar í bita.

 • 2.

  Brúnið laukinn á pönnu, bætið paprikunni í og látið krauma með lauknum.

 • 3.

  Bætið við eplunum og gulrótunum.

 • 4.

  Stráið karrýinu yfir pönnuna og látið rjómaostinn bráðna á pönnunni og hellið rjómanum yfir.

 • 5.

  Skerið fiskinn í bita og leggið yfir pönnuna.

 • 6.

  Stráið salti, season all og sítrónupipar yfir Látið lokið á pönnuna og sjóðið við vægan hita í 5-10 mín.

  Berið fram með t.d. hrísgrjónum og fersku salati.

Aðrar uppskriftir