2.Aspars toppaður með Parmesan og ferskri sítrónu
- Brjótið neðsta partinn af asparsinum (Hann á það til að vera harður og seigur)
- Hitið pönnu á meðalháum hita
- Bætið olíunni útá
- Bætið nú Asparsinum á pönnuna og snúið reglulega
- Saltið og piprið
- Eldið þar til hann verður mjúkur að utan en smá harður í miðjunni (Ekki ofelda)
- Rétt áður en þið takið hann af pönnunni skal kreista sítrónu yfir
- Leggið á disk og stráið Parmesan ostinum yfir