Uppskriftir

Pítubuff með brauði og heimalagaðri pítusósu

Aðalréttur

Innihald

 • Hráefni
  Pítubuff frá Goða
 • Pítubrauð
 • Fersk salatblöð
 • Rauðlaukur
 • Paprika
 • Gúrka
 • Tómatar
 • Pítusósa
  500–600 g grísk jógúrt eða AB-mjólk
 • 3 hvítlauksrif, pressuð
 • Steinselja, söxuð
 • Graslaukur, saxaður
 • 1⁄2 tsk. Tamari eða sojasósa
 • 1 tsk. hunang
 • Rauður chili og/eða cayenne-pipar
 • 1⁄4 límóna eða sítróna
 • 1⁄4 tsk. karrý
 • Salt og pipar

Aðferð

 • 1.

  Eldið pítubuffin á pönnu eða grilli.

 • 2.

  Lagiðsósunaíþeimhlutföllumsem ykkurhugnastbest.Setjiðgríska jógúrt og/eða sýrðan rjóma í skál og hrærið. Hrærið hvítlauk og söxuðu, fersku kryddi saman við. Bætið við smá hunangi, sojasósu og límónusafa og smakkið til. Kryddið með chili, karrý og salti og smakkið til. Gott er að láta sósuna standa í u.þ.b. klukkutíma í kæli.

 • 3.

  Skerið niður grænmeti og setjið á fat.

 • 4.

  Skerið pítubrauðin til hálfs. Raðið grænmeti, kjöti og sósu ofan í brauðin.

Aðrar uppskriftir