Uppskriftir

Piparostaborgarar með beikon rauðlaukssultu

ca 4 fullorðnir

Aðalréttur

Nettó mælir með 500gr. hakki frá Kjarnafæði.

Innihald

 • Kryddblanda:
 • Steikar og grillkrydd frá Prima
 • 1-2 msk Hvítlauksolía Olitalia
 • Piparostur rifinn
 • Beikon rauðlaukssulta
 • 1 pakki beikon 300g, skorið í netta strimla
 • 2 miðlungs rauðlaukar, sneiddir
 • 1 dl balsamic edik
 • 1 dl maple síróp
 • Hvítlaukspipar
 • Nýmulinn pipar
 • Sætkartöfluskífur á grilli:
 • 2 meðalstórar sætar, þvegnar og sneiddar
 • 50g smjör, brætt
 • Chilikrydd Prima
 • Flögusalt
 • Nýmulinn svartur pipar
 • Maple síróp
 • Hvítlauksolía
 • Meðlæti:
 • Ostur, camebert td eða Cheddar
 • Klettasalat (gott að setja basilolíu frá Olitalia yfir, kryddað með salt og pipar)
 • Parmaskinka
 • Súrar gúrkur
 • Japanskt majones/chilli majones
 • Rauðlaukssulta

Aðferð

 • 1.

  Aðferð hamborgarar

  Öllu blandað saman og mótaðir fjórir borgarar í hamborgarapressu frá Maku, fæst í Nettó.

 • 2.

  Aðferð Beikon rauðlaukssulta

  Beikon steikt þar til stökkt, þá rauðlauk bætt við og mýktur.
  Balsamic og síróp sett við og soðið saman og niður.
  Smakkað til með kryddum, þarf að vera frekar þykkt.

 • 3.

  Aðferð sætkartöflur

  Sneiðar af kartöflum velt upp út hvítlauksolíu, grillaðar til að fá flottar rendur, penslað á meðan með smjörkryddblöndu, settar á efri grind þar til tilbúnar.

Aðrar uppskriftir