Með halloumi, chili og jógúrtsósu.
Blandið söxuðum tómötum, rauðlauk og chili saman í skál. Setjið til hliðar. Blandið jógúrt, smátt saxaðri agúrku og myntu saman. Kryddið með salti og pipar
Setjið olíu á pönnu og steikið halloumi ostinn á báðum hliðum þar til hann er orðinn gullinn. Hellið því næst rúmlega botnfylli af olíu í pönnu og hitið vel. Setjið eitt papadums í einu í olíuna og steikið samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Setjið papadum í skál, hellið dálitlu af jógúrtsósunni yfir og síðan tómatsalsa.
Berið strax fram með mangó chutney.