Uppskriftir

Papadum Nachos

fyrir 4-6, tími: 15 mínútur

Eftirréttur Forréttir Meðlæti

Með halloumi, chili og jógúrtsósu.

Innihald

 • Tómatsalsa:
 • 2 stórir tómatar, kjarnhreinsaðir og saxaðir
 • 1 lítill rauðlaukur, saxaður
 • 1 rautt chili, fræhreinsað og saxað smátt
 • 1 msk olía
 • Jógúrtsósa:
 • 200 g hrein jógúrt
 • 1⁄2 agúrka, smátt söxuð
 • 1⁄2 búnt fersk mynta, smátt söxuð
 • 100 g papadum
 • 6 msk mangó chutney
 • 225g halloumi ostur, skorinn í bita

Aðferð

 • 1.

  Blandið söxuðum tómötum, rauðlauk og chili saman í skál. Setjið til hliðar. Blandið jógúrt, smátt saxaðri agúrku og myntu saman. Kryddið með salti og pipar

 • 2.

  Setjið olíu á pönnu og steikið halloumi ostinn á báðum hliðum þar til hann er orðinn gullinn. Hellið því næst rúmlega botnfylli af olíu í pönnu og hitið vel. Setjið eitt papadums í einu í olíuna og steikið samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Setjið papadum í skál, hellið dálitlu af jógúrtsósunni yfir og síðan tómatsalsa.

 • 3.

  Berið strax fram með mangó chutney.

Aðrar uppskriftir