Látið niðurskorið graskerið í ofnfast mót í 200° heitan ofn í um 20 mínútur eða þar til það er orðið mjúkt. Maukið í matvinnsluvél eða með töfrasprota.
Sjóðið pastað skv. leiðbeiningum.
Steikið laukinn í smjörinu við lágan hita í um 1 mínútu. Bætið graskersmaukinu og spínati saman við og hitið í um 3 minútur og hrærið reglulega. Bætið síðan rjómanum saman við ásamt græn metiskrafti. Hitið að suðu. Látið malla í um 8 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað lítillega. Saltið og piprið að eigin smekk.
Hellið sósunni yfir heitt pastað og stráið að lokum söxuðum valhnetum yfir.