Uppskriftir

Orkudrykkur í morgunmat með appelsínum, spínati og berjum

Drykkir

Innihald

 • 2 appelsínur
 • 2 bollar spínat
 • 2 bollar blönduð ber að eigin vali (frosin eða fersk)
 • 1 bolli vatn

Aðferð

 • 1.

  Setjið spínat og vatn í blandara eða matvinnsluvél og maukið.

 • 2.

  Afhýðið appelsínur og skerið í litla bita.

 • 3.

  Bætið appelsínubitum og berjum út í og maukið þar til drykkurinn er hæfilega
  þykkur og laus við kekki.

 • 4.

  Berið fram í háu glasi og njótið.

  Taktu mynd…
  það er umhverfisvænna!

Aðrar uppskriftir