Skerið djúpan kross í kartöflurnar. Stráið salti í sárið og bakið við 200c heitan ofn í um 60 mínútur eða þar til þær eru orðnar mjúkar.
Setjið olíu á pönnu og hitið vel. Skerið kjúklinginn í þunna strimla og steikið hann á pönnunni þar til
hann hefur eldast í gegn. Bætið tómar púrrunni, kryddinu og salti saman við og blandið vel saman
Þegar kartöflurnar eru fulleldaðar takið úr ofninum án þess þó að slökkva á honum. Kreystið þær til að opna þær betur og látið fyllinguna inní. Stráið osti yfir og bakið í 5–10 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur.
Skerið avocado í teninga og stráið yfir. Berið fram með t.d sýrðum rjóma, salsasósu, kóríander og vorlauk.