Uppskriftir
Ofnbakaðir Kalkunaleggir

Ofnbakaðir kalkúnaleggir með lauk, hvítlauk og kryddjurtum

Aðalréttur

Innihald

 • 1,5 kg ferskir kalkúnaleggir
 • salt og nýmalaður pipar
 • 4 msk. olía
 • 1 laukur, smátt saxaður
 • 1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
 • 1 tsk. rósmarín
 • 1 lárviðarlauf
 • 21⁄2 dl vatn
 • 2–3 dl kalkúnasoð og kalkúnakraftur
 • 3 msk. steinselja, smátt söxuð
 • 3 msk. fáfnisgras (estragon), smátt saxað
 • sósujafnari
 • 40 g kalt smjör í teningum

Aðferð

 • 1.

  Stráið salti og pipar yfir kalkúnaleggina og steikið þá upp úr olíu á pönnu í 5–6 mín. eða þar til þeir eru orðnir fallega brúnaðir á öllum hliðum.

 • 2.

  Bætið lauk á pönnuna og steikið í 2 mín. til viðbótar.

 • 3.

  Setjið leggina og laukinn í ofnskúffu ásamt hvítlauk, rósmaríni, lárviðarlaufi og hvítvíni og steikið í 160°C heitum ofni í 11⁄2 klst. Snúið leggjunum einu sinni á meðan þeir eru í ofninum.

 • 4.

  Síið allt soðið úr ofnskúffunni ofan í pott og bætið kalkúnakrafti, steinselju og fáfnisgrasi saman við. Hleypið upp suðu og þykkið með sósujafnara.

 • 5.

  Takið pottinn af hellunni og hrærið smjör saman við sósuna þar til það er bráðnað. Eftir það má sósan ekki sjóða.

 • 6.

  Smakkið til með salti og pipar.

 • 7.

  Berið leggina fram með sósunni og t.d. sætkartöflumús og soðnum maískólfum.

Aðrar uppskriftir