Stráið salti og pipar yfir kalkúnaleggina og steikið þá upp úr olíu á pönnu í 5–6 mín. eða þar til þeir eru orðnir fallega brúnaðir á öllum hliðum.
Bætið lauk á pönnuna og steikið í 2 mín. til viðbótar.
Setjið leggina og laukinn í ofnskúffu ásamt hvítlauk, rósmaríni, lárviðarlaufi og hvítvíni og steikið í 160°C heitum ofni í 11⁄2 klst. Snúið leggjunum einu sinni á meðan þeir eru í ofninum.
Síið allt soðið úr ofnskúffunni ofan í pott og bætið kalkúnakrafti, steinselju og fáfnisgrasi saman við. Hleypið upp suðu og þykkið með sósujafnara.
Takið pottinn af hellunni og hrærið smjör saman við sósuna þar til það er bráðnað. Eftir það má sósan ekki sjóða.
Smakkið til með salti og pipar.
Berið leggina fram með sósunni og t.d. sætkartöflumús og soðnum maískólfum.