Uppskriftir

Ofnbakað eggaldin með osti og tómötum

fyrir 4

Meðlæti

Innihald

 • 2 eggaldin, skorin langsum í skífur
 • 1 tsk salt
 • 2-3 msk ólífuolía
 • 4 þroskaðir tómatar, saxaðir smátt
 • 1 knippi steinselja, söxuð smátt
 • 1-2 hvítlauksrif, söxuð smátt
 • Ca 60 gr rifinn mozzarellaostur
 • Salt og svartur pipar

Aðferð

 • 1.

  Ofn hitaður í 200 gráður, undir- og yfirhita.

 • 2.

  Eggaldinskífurnar eru lagðar á bretti og saltinu dreift yfir þær Látið liggja á í ca. 10 mínútur Vökvinn sem myndast hefur á yfirborðinu, ásamt saltinu, er þá þerraður með pappír .

 • 3.

  Eggaldinskífurnar eru þá steiktar upp úr olíu á pönnu þar til þær eru mjúkar.

 • 4.

  Leggið skífurnar í eldfast mót, reynið að raða ekki ofan á hvor aðra.

 • 5.

  Tómatarnir eru steiktir á pönnu í ólífuolíu, steinselju og hvítlauk bætt við og leyft að malla í smá stund. Bætið þá rifna ostinum út í tómatblönduna
  og blandið saman þar til osturinn er bráðnaður.

 • 6.

  Pannan tekin af hellunni og kryddað með salti og pipar.

 • 7.

  Blöndunni er svo dreift yfir eggaldinskífurnar og bakað í miðjum ofni við 200 gráður í ca. 15 mínútur.

Aðrar uppskriftir