Hitið kjúklingaréttinn skv.leiðbeiningum á pakka og sjóðið hrísgrjón.
Blandið öllum þurrefnunum saman í hrærivélaskál. Bætið jógúrt, olíu og 1 dl af vatni út í. Notið krókinn til að hnoða og hellið afganginum af vatninu smátt og smátt út í þangað til að deigið loðir vel saman án þess að klessast. Hnoðið í nokkrar mínútur í viðbót.
Skerið deigið í átta jafna bita og setjið til hliðar (með klút yfir). Hitið pönnuna á hæstu stillingu. Fletjið út og steikið eitt brauð í einu. Fylgist vel með. Snúið brauðinu við þegar hliðin sem snýr niður er ljósbrún og svartflekkótt.
Raðið steiktu brauðunum á disk og breiðið hreint viskustykki yfir til að halda þeim mjúkum og heitum. Það er gott að pensla brauðinu með bræddu smjöri og hvítlauk eða dreifa kóríander yfir á meðan að þau eru heit.