Hitið ofninn í 220°C og lækkið síðan í 120°C. Bakið lundina í 30-35 mínútur eða þar til kjarnhitinn hefur náð 52-55°C (medium rare) en lengur eða þar til kjarnhiti er orðinn 58°C til að fá medium-steikta lund. Látið steikina standa í 10-15 mínútur áður en hún er skorin í þykkar sneiðar og borin fram.
Hrærið saman majónesi, sýrðum rjóma, sykri og sítrónusafa.
Skerið ávexti og selleríi smátt og blandið varlega saman við sósuna ásamt þeytta rjómanum í lokin.
Salatið má bíða í kæliskáp í nokkrar klukkustundir.
Berið nautalundina fram með Waldorf-salatinu, bökuðum kartöflum og t.d. rauðvínssósu.