Borið fram með klettasalati með nýrifnum parmesan, truffluolíu og stökkum chilli hrískökum, volgri Bearnaise sósu og kartöflusalati.
Bræðið smjörið í potti á lágum hita, þar til það brúnast. Hitið vatn í stórum potti. Þeytið á meðan eggjarauður og hvítvín í skál. Leggið skálina ofan á vatnsbaðið og haldið áfram að þeyta þar til það þykknar.
Takið skálina af vatnsbaðinu og blandið smjörinu mjög varlega saman. Að lokum er sósan smökkuð til og bragðbætt eftir þörfum.