Uppskriftir

Nautalund með trufflu-kaffi rub

ca 4 fullorðnir

Aðalréttur

Borið fram með klettasalati með nýrifnum parmesan, truffluolíu og stökkum chilli hrískökum, volgri Bearnaise sósu og kartöflusalati.

Innihald

 • 1 stk nautalund
 • 1 stk nautalund Hvítlauksolía
 • Chillirub (1 hluti chilliduft, 1 hluti paprika, 1 hluti svartur malaður pipar, 1 hluti flögu- salt, 1 hluti kúmen) kryddin eru frá Prima
 • 2 msk fínmalaðar kaffibaunir
 • Kryddin og kaffibaunirnar eru malaðar saman t.d. með töfrasprota eða í mortel
 • Truffluolía Olitalia
 • 1 poki klettasalat
 • 1 stk parmesan ostur
 • 1 poki chilli hrískökur (H-berg)
 • Bearnaise sósa með nýjum vinkil:
 • 200 gr smjör
 • 2 eggjarauður
 • 1⁄2 teningur af kjúklingakrafti
 • 30 ml bearnaiseessens
 • 1-2 msk estragon Prima
 • Mulinn svartur pipar
 • 2-3 msk af sriracha (eftir smekk)
 • Kartöflusalat
 • 350 gr kartöflusmælki (grillað, skorið í bita og kælt)
 • 100 ml japanskt majónes 2-3 msk 36% sýrður rjómi Hvítlauksolía eftir smekk 2 msk graslaukur, saxaður 1 msk kapers, saxað
 • 50 gr piparostur rifinn
 • 2 msk Dijon sinnep grófkorna
 • Smakkað til með salti og pipar
 • Tilbúið kartöflusalat með graslauk frá Þykkvabæ fæst einnig í Nettó.

Aðferð

 • 1.

  Bearnaise sósa

  Bræðið smjörið í potti á lágum hita, þar til það brúnast. Hitið vatn í stórum potti. Þeytið á meðan eggjarauður og hvítvín í skál. Leggið skálina ofan á vatnsbaðið og haldið áfram að þeyta þar til það þykknar.

  Takið skálina af vatnsbaðinu og blandið smjörinu mjög varlega saman. Að lokum er sósan smökkuð til og bragðbætt eftir þörfum.

Aðrar uppskriftir