Uppskriftir

Nautalund með brokkolísalati

Aðalréttur

Innihald

 • Nautalund
 • Salt og pipar
 • 1⁄2 dl sýrður rjómi
 • 1 dl majónes
 • 1 tsk. sykur
 • 2 stk. brokkolí
 • 1 rauðlaukur
 • 3 tsk. rauðvínsedik

Aðferð

 • 1.

  Hreinsið lundina og piprið. Eldið í ofni við 180°C þar til kjarnhitinn er 56°C. Látið lundina standa í um 15 mín. áður en hún er skorin. Kryddið eftir smekk.

 • 2.

  Þeytið majónes, sýrðan rjóma, sykur og edik vel saman. Skerið stilkinn frá brokkolíinu og saxið toppinn smátt. Saxið einnig rauðlaukinn smátt. Blandið öllu saman en dreifið furuhnetunum yfir síðast.

 • 3.

  Berið fram með sósu og meðlæti að eigin vali.

Aðrar uppskriftir