Uppskriftir

Nautalund í salatbeði

Aðalréttur

Innihald

 • 8 msk balsam edik
 • 400 gr klettasalat
 • 600 gr nautalund
 • 4 dl parmesanostur
 • 4 dl pekanhnetur
 • 8 tsk grænt pestó

Aðferð

 • 1.

  Eldið lundina í ofni eða á grilli þar til hún nær 56°C kjarnhita og látið standa í 10 mín.

 • 2.

  Dreifið klettasalati á disk.

 • 3.

  Skerið fulleldaða lundina í sneiðar og dreifið á salatið.

 • 4.

  Skvettið balsamic og pestó yfir allt.

 • 5.

  Dreifið hnetum að eigin vali yfir (gott að nota pekan- eða chilli-hnetur).

 • 6.

  Rífið parmesanostinn yfir.

 • 7.

  Berið fram og njótið.

Aðrar uppskriftir