Uppskriftir

Nautagúllas

fyrir 4 - 6

Aðalréttur

Innihald

 • 4 msk Matarolía
 • 7 msk Tómatsósa
 • 1 kg Nautagúllas
 • 250 gr Sveppir
 • 4 stk Gulrætur
 • 1 stk Laukur
 • 1 stk Rauð paprika
 • 2 stk Snittubrauð
 • 500 ml Rjómi

Aðferð

 • 1.

  Steikið papriku, sveppi, gulrætur og lauk á pönnu, geymið til hliðar.

 • 2.

  Steikið því næst kjötið í olíu.

 • 3.

  Allt sett í pott ásamt rjómanum og tómatsósunni og látið malla við vægan hita í 1 klst.

 • 4.

  Saltið og piprið eftir smekk.

  Berið fram með hrísgrjónum eða kartöflumús og snittubrauði.

Aðrar uppskriftir