Uppskriftir

Nautagúllas „boeuf bourguignon“

Aðalréttur

Innihald

 • 200 g nautagúllas
 • 2 gulrætur
 • 3 sveppir
 • 2 perlulaukar
 • 1 hvítlauksrif
 • 3 beikonsneiðar
 • 1 msk. tómatsósa
 • 1 tsk. tómatþykkni
 • 1 msk. hveiti
 • 1 dl kjötkraftur
 • 1 lárviðarlauf
 • 1 tsk. timjan

Aðferð

 • 1.

  Hitið ofninn í 180 gráður.

 • 2.

  Skerið beikoni í bita og steikið í stórum pottið á meðalháum hita þar til það verður stökkt. Leggið til hliðar.

 • 3.

  Saltið og piprið nautakjötið og steikið síðan   sama potti. Brúnið kjötið á hvorri hlið í 2-3 mínútur. Leggið til hliðar.

 • 4.

  Skerið gulrœtur, lauk og sveppi og steikið í pottinum þar til það mýkist. Leggið til hliðar.

 • 5.

  Setjið nautakraft út í pottinn, skafið hliðarnar og blandið vel saman. Bætið tómatþykkni og -sósu út í og hrærið síðan hveitið saman við.

 • 6.

  Setjið kjötið og grœnmetið aftur í pottinn og hrærið. Bætið söxuðum hvítlauk, timjan og lárviðarlaufi út í.

 • 7.

  Setjið lok á pottinn og leyfið réttinum að malla í ofni í 1,5 til 2 klukkustundir þar til gúllasið er orðið meyrt. Einnig er hægt að láta þetta malla í lokuðum potti á lágum hita.

 • 8.

  Berið fram með kartöflustöppu.

Aðrar uppskriftir