Uppskriftir
Nauta-ribeye steikur

Nauta-ribeye steikur með béarnaise-sósu

Aðalréttur

Innihald

 • 1 pk. nauta-ribeye
 • steikur
 • 4 forsoðnar
 • bökunarkartöflur
 • 1 búnt grænn aspas
 • 1 dós köld béarnaise-sósa

Aðferð

 • 1.

  Látið kjötið ná stofuhita áður en það er sett á grillið. Kryddið með salti og pipar.

 • 2.

  Gott er að setja kjöthitamæli í miðju kjötsins þegar því er skellt á grillið. Snúið kjötinu reglulega þar til mælirinn sýnir 60°C (55°C fyrir „rare“ og 60°C fyrir „medium rare“).

 • 3.

  Þegar kjötið hefur náð þeim kjarnhita sem þið óskið eftir, takið það af grillinu og látið standa í 10–15 mín. áður en það er skorið.

 • 4.

  Vefjið álpappír utan um kartöflurnar og grillið þar til þær verða heitar í gegn.

 • 5.

  Skerið neðan af aspas-stilkunum og raðið í álbakka.

  Penslið með olíu, saltið og piprið og grillið þar til þeir verða mjúkir í gegn.

 • 6.

  Berið fram með béarnaise-sósu og e.t.v. smjöri og salti fyrir kartöflurnar.

Aðrar uppskriftir