Uppskriftir

Nauta ribeye í piparmaríneringu með sveppakartöflumús

Aðalréttur

Innihald

 • Nauta ribeye-steikur
 • 150 g smjör
 • Olía til steikingar
 • Sjávarsalt
  Sveppakartöflumús
 • 1 askja sveppir, smátt skornir
 • ½ poki spínat
 • 30 g smjör
 • 250 ml rjómi
 • 2 msk. sveppakraftur
 • ½ hvítlaukur, fínt rifinn
 • 80 g sveppasmurostur
 • 3 stórar bökunarkartöflur

Aðferð

 • 1.

  Hitið pönnu og brúnið steikurnar í olíu, fyrst á annarri hliðinni. Þegar þið snúið kjötinu við, bætið smjörinu út á og ausið bráðnu smjöri yfir kjötið þar til það hefur fengið fallega steikarskorpu allan hringinn.

 • 2.

  Setjið kjötið inn í 180 gráðu heitan ofn í 8 mínútur. Takið kjötið út úr ofninum og látið það hvíla undir álpappír í 10 mínútur.

 • 3.

  Steikið sveppina upp úr olíu og smjöri í potti. Hellið rjómanum í pottinn ásamt smurostinum, sveppakraftinum og hvítlauknum. Sjóðið saman þar til osturinn leysist upp.

 • 4.

  Afhýðið, sjóðið og stappið kartöflurnar.

 • 5.

  Steikið spínat í stórum potti. Setjið kartöflustöppuna ásamt sveppajafningi út í pottinn með spínatinu, blandið öllu vel saman og smakkið til með salti. Þynnið stöppuna með vatni ef hún er
  of þykk.

 • 6.

  Berið fram með fersku salati.

Aðrar uppskriftir