Uppskriftir

Nauta Rib Eye í heilu

fyrir 4

Aðalréttur

Innihald

 • 900 gr Nauta rib eye
 • Salt
 • Pipar

Aðferð

 • 1.

  Leyfið steikinni að ná stofuhita áður en eldun hefst.

 • 2.

  Saltið og piprið alla steikina vel.

 • 3.

  Lokið steikinni á sjóðheitri pönnu.

 • 4.

  Setjið í ofn á 70C° (gefið ykkur góðan tíma hér).

 • 5.

  Stoppið eldunina þegar kjarnhiti sýnir 52-54C° (medium rare).

 • 6.

  Látið hvíla í 10 min.

 • 7.

  Skerið í sneiðar eða litla strimla og saltið.

 • 8.

  Berið fram með ykkar uppáhalds meðlæti t.d. bakaðri kartöflu eða frönskum kartöflum, Chimichurri sósu eða bearnaise.

 • 9.

  Njótið.

Aðrar uppskriftir