Uppskriftir
Mexíkó kjúklingaleggir

Mexíkó kjúklingaleggir

Aðalréttur

Innihald

 • 1 pk. Mexíkó kjúklingaleggir
 • 1 sæt kartafla
 • Nokkrar stórar kartöflur
 • Forsoðnir maískólfar (miðað við einn á mann)

Aðferð

 • 1.

  Hitið ofninn í 200°C. Skerið sætar og venjulegar kartöflur í báta og setjið í eldfast mót. Hellið svolítilli olíu yfir, kryddið með salti, pipar og timjan og eldið þar til þær verða mjúkar í gegn.

 • 2.

  Grillið kjúklingaleggi á meðalheitu grilli í 20–30 mín. Snúið reglulega til að fá flottan gljáa á allar hliðar og halda safanum í kjötinu.

 • 3.

  Vefjið álpappír utan um maískólfana og grillið þar til þeir verða heitir.

 • 4.

  Berið fram með fersku salati, ykkar uppáhalds köldu sósu og smjöri og salti fyrir maískólfana.

Aðrar uppskriftir