Uppskriftir

Melónusalat með parmaskinku

Meðlæti

Innihald

 • 70 g klettasalat
 • 70 g parmaskinka
 • ½ Galia-melóna
 • ½ Cantaloup-melóna
 • 30 g furuhnetur, ristaðar á pönnu
 • 125 g mozzarella
 • 1 msk. balsamikgljái
 • 1 msk. ólífuolía
 • Svartur pipar
 • Flögusalt

Aðferð

 • 1.

  Skerið melónuna í litlar kúlur (með ísskeið) eða í teninga. Saxið lauk, chili og kryddjurtir og bætið út í skálina.

 • 2.

  Hellið ólífuolíu og balsamikgljáa á stórt fat og veltið klettasalatinu upp úr leginum.

 • 3.

  Rífið skinkuna niður í munnbita og skerið mozzarella-ostinn í skífur.

 • 4.

  Dreifið yfir salatið, því næst melónukúlunum og furuhnetunum.

 • 5.

  Saltið og piprið áður en salatið er borið fram.

  Taktu mynd…það er umhverfisvænna!

Aðrar uppskriftir