Setjið hunang í skál og rífið tvær matskeiðar af engifer út í með litlu rifjárni.
Kreistið safa úr einni límónu og bætið matskeið af safanum saman við.
Saltið og piprið eftir smekk.
Skerið börkinn af melónunni og skerið hana í teninga.
Setjið melónubitana út í dressinguna og veltið þeim vandlega upp úr leginum.
Dreifið klettasalati á stórt fat eða disk og kryddið með salti og pipar.
Hellið kúfaðri matskeið af góðri ólífuolíu yfir salatið.
Dreifið melónubitum, fetaosti og vínberjunum yfir.