Uppskriftir
matarmiklar-pitur

Matarmiklar pítur með ostahakki

Aðalréttur

Innihald

 • 500 g nautahakk
 • Taco-krydd
 • Hvítlauksostur
 • 6 pítubrauð
 • 2 tómatar
 • 1⁄2 agúrka
 • 1 paprika
 • Salatblöð
 • Pítusósa

Aðferð

 • 1.

  Kryddið nautahakkið og steikið á pönnu þar til það er eldað í gegn.

 • 2.

  Rífið ostinn niður, bætið út á pönnuna og látið hann bráðna.

 • 3.

  Ristið pítubrauðin og skerið grænmetið niður.

 • 4.

  Setjið í skálar og berið á borð.

 • 5.

  Hver fyllir sín pítubrauð og bætir við sósu að vild.

Aðrar uppskriftir