Uppskriftir

Maríneraðar grísakinnar

með sætum rósmarínkartöflum

Aðalréttur

Innihald

 • 500 g maríneraðar grísakinnar
 • Vatn og kjötkraftur
 • 1 msk. ólífuolía
 • 1 rósmaríngrein
 • 2 sætar kartöflur
 • 2 tsk. balsamedik
 • Salt og pipar
 • 1 dós Sinneps- og graslaukssósa frá Kjötseli

Aðferð

 • 1.

  Setjið grísakinnarnar í eldfast mót með botnfylli af vatni og kjötkrafti. Steikið í ofni við 180°C í u.þ.b. 60-90 mínútur eða þar til þær eru eldaðar í gegn.

 • 2.

  Afhýðið kartöflurnar, skerið þær í báta eða grófa bita og sjóðið þar til þær eru hálfeldaðar og aðeins farnar að mýkjast.

 • 3.

  Hrærið saman balsamediki, ólífuolíu og fersku rósamaríni. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.

 • 4.

  Hellið vatninu af kartöflunum. Veltið þeim upp úr olíunni á pönnu og steikið í 10 mín. Eða þangað til þær eru orðnar fallega gylltar.

 • 5.

  Berið fram með sinneps- og graslaukssósu.

Aðrar uppskriftir