Uppskriftir

Marinerað lamb

ca 4 fullorðnir

Aðalréttur

með grilluðum maís, fetaosti og saltbakaðar kartöflur og grillsósu

Innihald

 • 1 kg lambakótilettur/lamba Tomahawk
 • Marinering á lamb:
 • 6 msk sojasósa
 • 6 msk maple sýróp
 • 6 msk balsamik edik
 • 3 msk púðursykur
 • 4 tsk Dijon sinnep
 • 100 ml olía salt og pipar
 • Grillaður maís:
 • 4 maís stönglar
 • 2 msk fetaostur
 • Bakaðar kartöflur:
 • Bökunarkartöflur
 • Flögusalt
 • Grillsósa:
 • 4 msk majónes
 • 4 msk sýrður rjómi(10%) (má nota gríska jógúrt)
 • salt og pipar
 • 2 msk tómatur, fræhreinsaður, innihaldi hent og laufin söxuð
 • 2 msk saxaðar ólífur (smakkið til-fyrst með 2 msk og bætið svo meira við ef ykkur þykir þörf á)
 • 1/4 hvítlauksrif, kramið eða raspað
 • 2 tsk balsamik edik
 • 1/2 skallottulaukur, rifinn með fínu rifjárni eða saxaður mjög fínt
 • 2 kúfaðar tsk af rifsberjahlaupi

Aðferð

 • 1.

  Aðferð fyrir marineringu fyrir lamb:

  Blandið öllu saman með písk og leyfið lambinu að marinerast í ca klukkustund til 3 klst. Grillið á háum hita í 2 mínútur á hvorri hlið

 • 2.

  Aðferð fetaostur

  Fetaostur mulinn yfir maís stönglana þegar búið er að grilla þá

 • 3.

  Aðferð Sósa ( gott að gera 30 mín – klukkutíma áður og geyma í kæli

  1. Pískið saman majónesi og sýrðum rjóma, saltið og piprið að smekk
  2. Bætið ediki, lauk og hvítlauk saman við
  3. Saxið ólífur og tómata og bætið saman við
  4. Bætið síðast við rifsberjahlaupinu

Aðrar uppskriftir