Uppskriftir

Mangó Salsa með límónu, chili-pipar og ferskum kryddjurtum

Aðalréttur

Innihald

 • 2 dl tómatar, skornir í litla teninga
 • 2 dl þroskað mangó, skorið í litla teninga (má nota frosið mangó)
 • ½ dl rauð paprika, skorin í litla teninga
 • 2 msk ferskur kóríander, smátt saxað
 • 1 msk rauðlaukur, smátt saxað
 • 1 msk ferskur basil, smátt saxað
 • 1 msk fersk minta, smátt söxuð
 • 1 msk rifið límónuhýði
 • 1 msk límónusafi
 • 1 msk smátt saxaður ferskur chili
 • ½ tsk salt
 • svartur pipar

Aðferð

 • 1.

  Skerið tómata, mangó og papriku í teninga og setjið í salatskál.

 • 2.

  Saxið lauk, chili og kryddjurtir og bætið út í skálina.

 • 3.

  Hrærið saman límónusafa og límónuhýði, hellið yfir innihaldið í skálinni og blandið vel.

Aðrar uppskriftir