Hrærið saman hvítlauksdufti, salti, pipar, paprikudufti, salvíu og rósmarín. Nuddið helmingnum af kryddblöndunni vel á kalkúninn.
Hrærið majónesi, ólífuolíu, eplaediki og afgang-inum af kryddblöndunni vel saman og látið svo helminginn af þessari blöndu yfir allan kalkúninn.
Látið álpappír lauslega yfir kalkúninn og eldið í 165°c heitum ofni í 3 – 3 1⁄2 klukkustundir. Takið kalkúninn þá úr ofninum og látið afganginn af majónesblöndunni yfir hann.
Hækkið ofnhitann í 230°c og eldið í 40-50 mínútur til viðbótar eða þar til kjarnhiti á bringu hefur náð 71°c.
Leyfið kalkúninum að standa í 20-30 mínútur áður en hans er notið.