Uppskriftir

Léttsteiktar gæsabringur með bláberjasósu

Aðalréttur

Innihald

 • Gæsabringur með fitu
  Bláberjasósa
 • ½ laukur, fínt saxaður
 • 3 msk. olía
 • 1 tsk. timjan
 • 1 dl óáfengt rauðvín
 • 1 msk. balsamedik
 • 1 dl bláber
 • 1 msk. bláberjasulta
 • 4 dl villibráðarsoð
 • 30 g kalt smjör í teningum
 • salt og pipar

Aðferð

 • 1.

  Kryddið gæsabringur með salti og pipar og steikið upp úr olíu á vel heitri pönnu í 1-2 mínútur á hvorri hlið eða þar til bringurnar eru orðnar fallega brúnaðar.

 • 2.

  Færið bringurnar inn í 180°C heitan ofn í 4 mínútur. Takið bringurnar út og látið standa í 4 mínútur. Endurtakið, þannig að bringurnar séu samanlagt 12
  mínútur í ofninum.

 • 3.

  Látið lauk krauma í olíu í potti í 1 mínútu. Bætið þá timjani, rauðvíni, ediki, bláberjum og bláberjasultu út í og sjóðið niður um ¾.

 • 4.

  Hellið villibráðarsoðinu í pottinn. Setjið sósuna í matvinnsluvél, bætið smjöri við og maukið vel. Hellið sósunni aftur í pottinn og hitið að suðumarki.

 • 5.

  Berið bringurnar fram með bláberjasósunni og t.d. steiktum kartöflum og grænmeti.

Aðrar uppskriftir