Uppskriftir

Lárperusalat með túnfiski og spínati

Forréttir

Innihald

 • 1 msk. sítrónusafi
 • 3 msk. majónes
 • 30 g spínat
 • 170 g túnfiskur (úr dós)
 • 1⁄2 lárpera (avókadó)
 • 1⁄2 agúrka
 • 11⁄2 tsk. Dijon sinnep

Aðferð

 • 1.

  Skerið lárperu og gúrku í bita blandið saman í skál.

 • 2.

  Hellið sítrónusafa yfir.

 • 3.

  Í annarri skál, blandið saman túnfiski, majónesi og sinnepi.

 • 4.

  Sameinið innihaldið úr báðum skálum, saltið og piprið, og blandið vel saman.

 • 5.

  Setjið spínat á disk og raðið túnfisk- og grænmetisblöndunni ofan á.

Aðrar uppskriftir