Hráefni
Á skurðarbretti merjið þið með hníf rósmarín og timian.
Piprið kjötið og setjið í zip lock poka ásamt kryddjurtum, anísstjörnum og rauðvíni. Marenerið í minnst klukkutíma og allt að sólarhring.
Rósmarín & Timian Kartöflur
– Stillið ofninn á 180 blástur.
– Í stórt eldfast mót setjið þið kartöflur skornar í helminga eða fjórðunga og blandið þeim vel með ólífuolíu, smáskornum/kreistum hvítlauk og smátt skornu jurtunum.
– Bætið við 50gr af smjöri og saltið og piprið eftir smekk.
– Þegar ofninn er búinn að hitna skellið þið þeim inn í 30mín eða þangað til þær verða mjúkar og fallega brúnar. Gott að hreyfa aðeins við þeim eftir 15mín
Hunangsgljáðar Regnbogagulrætur
– Hitið ofninn í 180°C Blástur
-Skerið gulrætur í tvennt langsum, setjið í eldfastmót og veltið uppúr olíu.
-Setjið gulræturnar í ofninn og bakið í 15mín,
-Takið nú gulræturnar úr ofninum og veltið uppúr smá hunangi og saltið,
-Setjið aftur í ofninn í 3-5 mín.
Viskísósa sem þig mun dreyma um
– Skerið smátt skarlottulauk, hvítlauk og sveppi. Hafið restina af hráefnunum tilbúin á kantinum. (Gott er að gera þessa sósu á pönnu en pottur virkar líka)
– Hitið pönnu/pott á meðalháum hita
– Steikið skarlottulaukinn á miðlungshita uppúr olífuolíu þar til hann er farinn að vera glær en ekki brúna hann.
– Bætið nú við hvítlauk og steikið í mínútu.
– Setjið laukinn og hvítlaukinn í skál til hliðar
– Sveppirnir fara á pönnuna og þurrsteikið þar til mesti vökvinn er farinn úr þeim.
– Núna er viskíinu bætt á pönnuna, passið að pannan sé ekki of heit. Það er tvennt í stöðunni núna – kveikja í viskíinu eða leyfið því að gufa upp. Farið varlega, blossinn getur verið stór.
– Þegar viskíið gufar upp bætið þið smjörinu á pönnuna og steikið þar til sveppirnir eru búnir að sjuga í sig smjörið.
– Bætið skarlottulauknum og hvítlauknum saman við
– Bætið við 400ml af rjóma í sósuna. Geymið 100ml ef þið viljið þynna hana seinna.
– Þegar rjóminn er farinn að malla rólega bætið þið við rjómaostinum og villisveppaostinum og hrærið vel saman.
– Að lokum bætið þið við krafti og balsamik ediki eftir smekk og hrærið